
FRÉTTIR OG TILKYNNINGAR

Vika í hundrað ára afmæli Laugaskóla
Það líður senn að hundrað ára afmæli Laugaskóla sem haldið verður þann 25.október næstkomandi. Við hvetjum alla til þess að mæta og meðal annars sjá heimildarmyndina Voru allir hér ? Sem frumsýnd verður á afmælisdaginn í Þróttó. Verið hjartanlega velkomin heim að Laugum.

Laugadraumurinn
Laugadraumurinn byrjaði á þriðjudaginn í þessari viku og verður til sunnudags, en um er að ræða áskorunarkeppni á milli vista hér á Laugum sem hermir eftir þáttaröðum á borð við Asíska drauminn. Keppnin byggist á að hver vist safnar stigum út frá áskorunarlista sem er gefinn út fyrir Laugadrauminn. Tvær vistir keppa saman en allir á vistunum mega taka þátt. Laugadraumurinn er haldinn tvisvar sinnum á hverju skólaári. Skemmtanastjórinn og nemendafélagsstjórnin sér um Laugadrauminn. Hér fyrir neðan má sjá hvernig liðin skiptast. Vistirnar sem eru að keppa Efri …Lestu áfram

Viðtal við skólameistara í Bændablaðinu
Framhaldsskólinn á Laugum í Reykjadal fagnar 100 ára afmæli sínu miðvikudaginn 25. október næstkomandi, sem er fyrsti vetrardagur, en skólahald hefur verið samfleytt á Laugum í Reykjadal allt frá árinu 1925 eða frá því að Alþýðuskóli Þingeyinga hóf göngu sína. Haldið verður upp á tímamótin með hátíðardagskrá í skólanum fyrsta vetrardag, sem er 25. október. Skólameistari skólans er dr. Sigurbjörn Árni Arngrímsson. Lestu allt viðtalið með því að smella á hlekkinn …Lestu áfram

Grunnskólamót Framhaldsskólans á Laugum
Allt frá Vopnafirði til Hörgársveitar Í seinustu viku fór grunnskólamót Framhaldsskólans á Laugum fram. Það er viðburður sem nemendur og íþróttakennarar skólans halda fyrir grunnskólana í kring, allt frá Vopnafirði til Hörgársveitar. Í ár tóku 10 grunnskólar þátt og skráðir voru 214 nemendur í 101 lið. Það var mikil aðsókn í körfuboltann þar sem 25 lið tóku þátt en enn meiri í blakinu þar sem 38 tveggja manna lið tóku þátt. Nemendur Laugaskóla sjá …Lestu áfram

Íþróttalíf í Framhaldsskólanum á Laugum
Íþróttir og hreyfing eru í lykilhlutverki Framhaldsskólinn á Laugum er lítill heimavistarskóla með rúmlega um 100 nemendur þar sem íþróttir og hreyfing eru í lykilhlutverki. Skólinn stuðlar mikið til íþróttaiðkunar og eru allir hvattir til að taka þátt í íþróttalífinu sem hér er upp á að bjóða. Allir nemendur hafa frían aðganga að íþróttahúsinu sem býður upp á líkamsrækt, sundlaug og íþróttasal, kjöraðstöðu til að æfa sig, hafa gaman og …Lestu áfram