Skólinn okkar heldur upp á hundrað ára afmæli sitt þann 25.október næstkomandi. Á myndinni má sjá nemendur skólans bregða á leik og endurgera mynd úr skólalífi fortíðar. Einu sinni Laugamaður, ávallt Laugamaður!
Gulur er litur sjálfsvígsforvarna og í dag 10. sept er Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga. Við í Framhaldsskólanum á Laugum tökum að sjálfsögðu þátt og klæðumst gulu.
Það er mikið um að vera í litlum heimavistarskóla út á landi þegar krakkar flykkjast í Reykjadalinn til að hefja skólagöngu sína. Strax á fyrsta degi eftir skólasetningu var farið með alla nemendur í árlega ferð um nágrennið sem er ætluð til að kynna nágrenni skólans og þjappa hópnum saman. Eftir skólafund á fimmtudagsmorgni var haldið af stað í tveimur rútum upp í Mývatnssveit þar sem Gestastofa Gígs var heimsótt. …Lestu áfram