Jólin eru komin, eða næstum því! Jólastemning skapaðist í vikunni þegar skreytinganefndin byrjaði að skreyta allan skólann með jólaskrauti. Þetta er samt sem áður búin að vera krefjandi vika vegna þess nú er að koma að því að önnin sé búin og nemendur leggja lokahönd á verkefni. Þrátt fyrir álagið vita nemendur að það styttist í jólafrí og það léttir andrúmsloftið. Skreytinganefndin hefur verið í smá dvala síðan á Tónkvíslinni …Lestu áfram
Skemmtileg stemning skapaðist hjá okkur á Laugum í vikunni þegar nemendur og starfsfólk tóku þátt í fjölbreyttri þemaviku. Á hverjum degi var ákveðið þema í klæðnaði og allir hvattir til að taka þátt. Vikan hófst á mánudegi með höfuðfatadegi, þar sem þátttakendur klæddust stílfærðum og óhefðbundnum höfuðfötum, þar voru nemendur mættir með kúrekahatta og hjálma til að nefna fáeitt. Á þriðjudegi var komið að Celebritydegi þar sem markmiðið var að …Lestu áfram
Nú er langþráður draumur okkar að rætast ! Í gegnum árin hafa margir gestir sótt skólann heim og flestir sýnt mikinn áhuga á að skoða skólaspjöld frá námsárum sínum eða forfeðra sinna. Nokkur spjöld hanga á veggjum skólans en flest eru þau í geymslum og aðgengið að þeim hefur alls ekki verið nógu gott. Í tilefni af 100 ára afmæli Laugaskóla er verið að gera öll skólaspjöldin okkar aðgengileg á …Lestu áfram
Nýjar skólapeysur komnar í hús! Útskriftarnemar hafa árlega séð um að hann og panta skólapeysur og að þessu sinni var það Jón Aðalsteinn Snæbjörnsson sem hannaði peysurnar. Í ár styrktu fimm fyrirtæki verkefnið og vilja útskriftarnemar þakka þeim sérstaklega fyrir. Fyrirtækin sem um ræðir eru Jarðböðin við Mývatn, Sparisjóður Suður-Þingeyinga, Iceland Travel, Framsýn og Faglausn.