Breytingar á skóladagatali

 
Breytingar voru gerðar í dag á skóladagatali. Tónkvísl og Vorfrí voru færð fram um eina viku.
 
Tónkvísl er þar með 17., 18. og 19. febrúar og vorfrí 23. og 24. febrúar.

Útibú skólans á Vopnafirði

Sjónvarpsstöðin N4 birti í gær þann 9. október skemmtilegt og fróðlegt viðtal við Bjarneyju Guðrúnu Jónsdóttur. Bjarney kennir við útibú Framhaldsskólans á Laugum sem staðsett er á Vopnafirði. Viðtalið hefst þegar um ein og hálf mínúta er liðin af þættinum.

Bókalisti haustannar 2016

Almenn braut

Sigurlaug Kristmannsdóttir, Allt með tölu, ISBN: 978-9979-3-0055-7

Fjölnir Ásmundsson og Guðni Kolbeinsson, Lestu betur – Leskaflar, ISBN: 9979-830-86-7

Fjölnir Ásmundsson og Guðni Kolbeinsson, Lestu betur – Vinnubók, ISBN: 9979-67-014-2

Macmillan Outcomes: Pre-Intermediate Student´s book and Worbook (Clean copies).

Efni frá kennurum.

 

1. ár Félagsfræðibraut

ENSK2BY04

Ian Gordon. English Reading and Comprehensions 1, Student‘s Book. Útg. Macmillan 2001

ÍSLE2LR04

Íslenska eitt.(2008). Höf: Ragnheiður Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórðarson. Reykjavík: Mál og menning.

Grafarþögn. (2007). Höf: Arnald Indriðason. Reykjavík: Vaka-Helgafell.

RAUN1NÁ04

Rúnar S. Þorvaldsson. Eðlis- og efnafræði, orka og umhverfi. Útg. Iðnú 2000

SAMF1IF04

Efni frá kennara

SÁLF2US05

Þroskasálfræði - lengi býr að fyrstu gerð. Höf: Aldís Unnur Guðmundsdóttir. Reykjavík: Mál og menning.

STÆR2FT04 Fjármálalæsi og tölfræði.

Ferð til fjár eftir Breka Karlsson (Stofnun um Fjármálalæsi).

Efni frá kennara og af Netinu

UMOT1UP01

Efni frá kennara


1. ár Náttúrufræðibraut

ENSK2BY04

Ian Gordon. English Reading and Comprehensions 1, Student‘s Book. Útg. Macmillan 2001

ÍSLE2LR04

Íslenska eitt.(2008). Höf: Ragnheiður Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórðarson. Reykjavík: Mál og menning.

Grafarþögn. (2007). Höf: Arnald Indriðason. Reykjavík: Vaka-Helgafell.

LÍFF2NÆ05

Elísabet S. Magnúsdóttir. Næring og hollusta. Útg. Mál og menning 2007

RAUN1NÁ04

Rúnar S. Þorvaldsson. Eðlis- og efnafræði, orka og umhverfi. Útg. Iðnú 2000

SAMF1IF04

Efni frá kennara

STÆR2FT04 Fjármálalæsi og tölfræði.

Ferð til fjár eftir Breka Karlsson (Stofnun um Fjármálalæsi).

Efni frá kennara og af Netinu

STÆR2GR04 Stærðfræðigrunnur

STÆ 203. Höf. Jón Hafsteinn Jónsson, Níels Karlsson og Stefán G. Jónsson. Útgefandi Tölvunot e.h.f. 2012. 

Nemendur skulu eiga vasareikni (scientific)

UMOT1UP01

Efni frá kennara

 

1. ár Íþróttabraut

ENSK2BY04

Ian Gordon. English Reading and Comprehensions 1, Student‘s Book. Útg. Macmillan 2001

ÍSLE2LR04

Íslenska eitt.(2008). Höf: Ragnheiður Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórðarson. Reykjavík: Mál og menning.

Grafarþögn. (2007). Höf: Arnald Indriðason. Reykjavík: Vaka-Helgafell.

LÍFF2NÆ05

Elísabet S. Magnúsdóttir. Næring og hollusta. Útg. Mál og menning 2007

RAUN1NÁ04

Rúnar S. Þorvaldsson. Eðlis- og efnafræði, orka og umhverfi. Útg. Iðnú 2000

SAMF1IF04

Efni frá kennara

STÆR2FT04 Fjármálalæsi og tölfræði.

Ferð til fjár eftir Breka Karlsson (Stofnun um Fjármálalæsi).

Efni frá kennara og af Netinu

UMOT1UP01

Efni frá kennara

 

2. og 3. Ár Allar brautir

DANS2AA04

?

DANS2VA04

Valbók

EÐLI2HR05
Efni frá kennara

EFNA3LR05

Jóhann Sigurjónsson.  Lífræn efnafræði.

ENSK2MN04:

The Hobbit by J. R. R. Tolkien

English Reading and Comprehension 2

FÉLA3MA05

?

FÉLA3ST05

?

ÍSLE2MÁ04

Íslensk málsaga. (2007). Höf: Sölvi Sveinsson. Reykjavík: Mál og menning.

Edda Snorra SturlusonarPrologus, Gylfaginning og frásagnarkaflar Skáldskaparmála. (2011). Gunnar Skarphéðinsson bjó til prentunar. Reykjavík: Iðnú.

ÍSLE3DD05

Íslandsklukkan. (kilja). Halldór Laxness. Reykjavík: Vaka-Helgafell.

Íslenska fjögur.(2014). Höf: Ragnheiður Richter, Sigríður Stefánsdóttir og Steingrímur Þórðarson. Reykjavík: Mál og menning.

LÍFF3VI05

Margrét Auðunsdóttir.  Vistfræði og umhverfismál. 2014

LÍFF3ÖR05

Bogi Ingimarsson.  Örverufræði. Útg. Iðnú 1994

SAGA3ÍM05

Íslands og mannkynssaga NB2

SAGA 3AL05

Efni frá kennara

STÆR2NÁ04

Jón Hafsteinn Jónsson, Níels Karlsson og Stefán G. Jónsson. STÆ 203. Útg. Tölvunot 2012

STÆR2GR04 Stærðfræðigrunnur

STÆ 203. Höf. Jón Hafsteinn Jónsson, Níels Karlsson og Stefán G. Jónsson. Útgefandi Tölvunot e.h.f. 2012. 

Nemendur skulu eiga vasareikni (scientific)

STÆR3DF04 Diffrun

Lars-Eric Björk & Hans Brolin – Stærðfræði 3000

Föll, markgildi og deildun. Stærðfræði 403

STÆR2RF04 Rúmfræði: 
STÆ 103, eftir Jón Þorvarðarson útgáfa 2012

STÆR3TF04 Líkindareikningur, talningarfræði og ályktunartölfræði: 
Tölfræði, eftir Jón Þorvarðarson útgáfa 2005 eða síðar.

UPPE2MS05

Efni frá kennara

ÞÝSK1AB05

Þýska fyrir þig 1 lesbók og vinnubók

Þyska fyrir þig málfræðibók

Islensk- þýsk orðabók

Skólasetning 28. ágúst kl. 18

Framhaldsskólinn á Laugum verður settur sunnudaginn 28. ágúst 2016 kl. 18.00.

Athöfnin verður í íþróttahúsi skólans og þess er vænst að nemendur verði viðstaddir. Foreldrar og forráðamenn eru velkomnir á skólasetninguna.

Heimavistir verða opnaðar sama dag, 28. ágúst kl. 13.00 og verða lyklar að heimavistarherbergjum afhentir á skrifstofu skólans frá þeim tíma. Nemendur þurfa að muna að hafa með sæng, kodda, rúmföt og herðatré meðferðis.

Skólafundur verður í Þróttó kl. 09.10 mánudaginn 29. ágúst.

Við hlökkum til að hefja skólastarfið og vonumst eftir góðu samstarfi við nemendur og forráðamenn þeirra og að öllum eigi eftir að líða vel hér hjá okkur við nám og störf.

Brautskráning frá Framhaldsskólanum á Laugum

25 nýstúdentar voru brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum sl. laugardag við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum. Sex brautskráðust af náttúrufræðibraut, níu af félagsfræðibraut, þrír af íþróttabraut og náttúrufræðibraut og sjö af íþróttabraut og félagsfræðibraut.

Hæstu einkunn hlaut Fanney Guðjónsdótir 9,15 hæstu einkunn drengja hlaut Björgvin Logi Sveinsson 8,11.

Skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, Sigurbjörn Árni Arngrímsson stýrði athöfninni og fulltrúar eldri stúdenta og útskriftarhópa fluttu ræður, venju samkvæmt. Gestum var svo boðið var upp á kaffiveitingar að lokinni athöfn í íþróttahúsinu.

640

Hástökkvarar ársins

small SFR Hastokkvari 2016-02 1528034635Í gær kynnti SFR niðurstöður úr könnun sinni um stofnun ársins 11. árið í röð. Að þessu sinni var Framhaldskólinn á Laugum „hástökkvari ársins 2016“ og fór upp um 65 sæti. Valið er byggt á svörum tæplega 8.000 starfsmanna hjá 142 stofnunum.  Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu, ímynd stofnunar og jafnrétti. Á Laugum gáfu starfsmenn þættinum sjálfstæði í starfi hæstu einkunn en þátturinn ánægja og stolt með stofnunina var þar skammt undan. Lægsta einkunnin var fyrir þáttinn sem mælir ánægju með launakjör. Stjórnendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum eru gríðarlega ánægð með þennan árangur og munu vinna að því hörðum höndum að bæta starfsánægjuna enn frekar.

Fundur samstarfsnefndar framhaldsskóla á norðaustursvæði

samstarfsnefnd-fundur2016

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, átti þann 25. apríl sl. fund með samstarfsnefnd framhaldsskóla á norðaustursvæði, sem í sitja skólameistarar framhaldsskólanna.

Tilgangur fundarins var að fara yfir stöðu þeirra verkefna sem tilgreind eru í samstarfssamningi og skýrslu um framtíð framhaldsskólastarfs á svæðinu. Óvissa er enn um breytingu á skólaári MA og verkefni sem því eru beint tengd, en markvisst er unnið að þeim þáttum samningsins sem m.a. lúta að samstarfi skólanna um stoðþjónustu, samstarfi sérfræðinga, vinnu við jafngildisáfanga og samstarfi við aðrar menntastofnanir. Skólarnir munu í samstarfi halda áfram að byggja upp framsækna skóla til hagsbóta fyrir ungmenni og menntun á svæðinu.

Hjálparsveitaræfing nemenda á þemadögum

Hjálparsveitaræfing hjá nemendum í Framhaldsskólanum á Laugum. Hluti þemadaga á vorönn 2016. Takk Hjálparsveit Skáta Aðaldal.

Posted by Framhaldsskólinn á Laugum on Wednesday, April 20, 2016


einkunnarord