Brautskráning frá Framhaldsskólanum á Laugum

25 nýstúdentar voru brautskráðir frá Framhaldsskólanum á Laugum sl. laugardag við hátíðlega athöfn í íþróttahúsinu á Laugum. Sex brautskráðust af náttúrufræðibraut, níu af félagsfræðibraut, þrír af íþróttabraut og náttúrufræðibraut og sjö af íþróttabraut og félagsfræðibraut.

Hæstu einkunn hlaut Fanney Guðjónsdótir 9,15 hæstu einkunn drengja hlaut Björgvin Logi Sveinsson 8,11.

Skólameistari Framhaldsskólans á Laugum, Sigurbjörn Árni Arngrímsson stýrði athöfninni og fulltrúar eldri stúdenta og útskriftarhópa fluttu ræður, venju samkvæmt. Gestum var svo boðið var upp á kaffiveitingar að lokinni athöfn í íþróttahúsinu.

640

Hástökkvarar ársins

small SFR Hastokkvari 2016-02 1528034635Í gær kynnti SFR niðurstöður úr könnun sinni um stofnun ársins 11. árið í röð. Að þessu sinni var Framhaldskólinn á Laugum „hástökkvari ársins 2016“ og fór upp um 65 sæti. Valið er byggt á svörum tæplega 8.000 starfsmanna hjá 142 stofnunum.  Í könnuninni eru mældir þættir á borð við ánægju og stolt, starfsanda, trúverðugleika stjórnenda, launakjör, sjálfstæði í starfi, vinnuskilyrði, sveigjanleika vinnu, ímynd stofnunar og jafnrétti. Á Laugum gáfu starfsmenn þættinum sjálfstæði í starfi hæstu einkunn en þátturinn ánægja og stolt með stofnunina var þar skammt undan. Lægsta einkunnin var fyrir þáttinn sem mælir ánægju með launakjör. Stjórnendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum eru gríðarlega ánægð með þennan árangur og munu vinna að því hörðum höndum að bæta starfsánægjuna enn frekar.

Fundur samstarfsnefndar framhaldsskóla á norðaustursvæði

samstarfsnefnd-fundur2016

Menntamálaráðherra, Illugi Gunnarsson, átti þann 25. apríl sl. fund með samstarfsnefnd framhaldsskóla á norðaustursvæði, sem í sitja skólameistarar framhaldsskólanna.

Tilgangur fundarins var að fara yfir stöðu þeirra verkefna sem tilgreind eru í samstarfssamningi og skýrslu um framtíð framhaldsskólastarfs á svæðinu. Óvissa er enn um breytingu á skólaári MA og verkefni sem því eru beint tengd, en markvisst er unnið að þeim þáttum samningsins sem m.a. lúta að samstarfi skólanna um stoðþjónustu, samstarfi sérfræðinga, vinnu við jafngildisáfanga og samstarfi við aðrar menntastofnanir. Skólarnir munu í samstarfi halda áfram að byggja upp framsækna skóla til hagsbóta fyrir ungmenni og menntun á svæðinu.

Hjálparsveitaræfing nemenda á þemadögum

Hjálparsveitaræfing hjá nemendum í Framhaldsskólanum á Laugum. Hluti þemadaga á vorönn 2016. Takk Hjálparsveit Skáta Aðaldal.

Posted by Framhaldsskólinn á Laugum on Wednesday, April 20, 2016

Nú liggur leiðin í laugar á sumardaginn fyrsta

Á sumardaginn fyrsta fimmtudaginn 21. apríl, verður opið hús í íþróttahúsinu á Laugum frá kl. 14-17 þar sem Framhaldsskólinn á Laugum sýnir ýmsar hliðar skólastarfsins sem og gamla muni. Jafnframt verða kynnisferðir um húsnæði og heimavistir skólans. Kaffihúsastemning með tónlist í boði  nemenda verður ríkjandi og gestum boðið upp á kaffi og meðlæti sér að kostnaðarlausu á milli þess sem þeir rölta, skoða og taka þátt deginum. Ýmis félagasamtök úr nærsamfélaginu s.s. HSÞ, Búnaðarsamband S-Þingeyinga og Seigla kynna starfsemi sína. Brunavarnir Skútustaðahrepps og Þingeyjarsveitar, Hjálparsveitirnar og Rauði krossinn mæta með ýmis tæki og tól og opið verður í gamla Húsmæðraskólanum hjá Kvenfélagasambandi Suður-Þingeyinga. Ókeypis verður í sundlaugina á Laugum þennan dag frá kl. 14-18 í boði Þingeyjarsveitar og undir yngstu kynslóðinni verður teymt á Safarihestum.

Fögnum saman sumri á Laugum!

Nemendur og starfsfólk Framhaldsskólans á Laugum


sumardfyrst2016-web640

Föstudaginn 18. mars 2016

Kennt verður til kl. 12.30 föstudaginn 18. mars.

Engin kennsla verður eftir hádegi þann dag.

Heimavistir loka kl. 17.00 þann dag.

PÁSKAFRÍ

Heimavistir opna kl. 13.00 þriðjudaginn 29. mars.

Kennsla byrjar aftur eftir páska miðvikudaginn 30. mars.

Tónkvíslin 2016

 DSC0100-copy1024

Elvar Baldvinsson vann sigur í Tónkvíslinni 2016, söngvakeppni Framhaldsskólans á Laugum, sem fram fór í kvöld í íþróttahúsinu á Laugum. Elvar söng lagið „Nothing really matters“. Í öðru sæti varð Þórdís Petra sem söng lagið „Will you still love me tomorrow“ og í þriðja sæti varð Ágústa Skúladóttir sem söng lagið „The Best“. Kristján og Lundarnir áttu vinsælasta lagið, en það lag var hlutskarpast í símakosningunni. Þeir sungu lagið „Sorry“ með Justin Biber og var búið að íslenska textann. Myndin er frá flutningi Eyþórs Inga á opnunaratriði Tónkvíslarinnar.

Laugalíf - heilbrigði og hamingja

 


einkunnarord